Fimmtudaginn 4. nóvember hefst EPTA-píanókeppnin í Salnum í Kópavogi, en það er eins konar Íslandsmeistarakeppni fyrir nemendur í píanóleik. Fimm píanónemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar hafa æft af kappi undanfarið undir handleiðslu Beötu Joó. Í flokki 10 ára og yngri eru: Iðunn Óliversdóttir, Kolbeinn Hjörleifsson og Sædís Ylfa Þorvarðardóttir. Í flokki 14 ára og yngri tekur þátt Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir og í flokki 18 ára og yngri tekur þátt Matilda Harriet Mäekalle. Keppni sem þessi er góð vítamíngjöf fyrir nemendur og eru krakkarnir að vonum spenntir að hitta nemendur hvaðanæva af landinu.