Heil og sæl
Nú líður að byrjun nýrrar annar sem má svo sem segja að hefjist í förum síðasta vors þar sem kennsla var með óhefðbundum hætti það sem eftir var skólaársins. Breytingarnar hér innan skólans eru þó töluverðar, þar sem Dagný Arnalds, aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri á Flateyri og Ingunn Ósk Sturludóttir skólastjóri hafa látið af störfum. Leslaw Szyszko flautu og gítarkennari við skólann til margra ára hefur einnig látið af störfum og er mikil söknuður af þessum góðu og mætu vinnufélögum. Þeim fylgja góðar kveðjur héðan úr Tónlistarskóla Ísafjarðar. Þann 1. ágúst tók Bergþór Pálsson við starfi skólastjóra og bjóðum við hann velkomin til starfa. Við starfi aðstoðarskólastjóra tók Sigrún Pálmadóttir söngkennari. Við blástursnemendum Lech tekur Madis Mäekalle við kennslunni og við gítarnemendum er það Jóngunnar Biering og munu þeir hafa samband við þá nemendur.
Kennslufyrirkomulag verður með svipuðu sniði og áður hefur verið. Verið að er að vinna úr kennslumálum á Flateyri og fyrir þá nemendur sem eru þar vonum við að góðar fréttir berist fljótlega. Í sambandi við greiðslu skólagjalda, þá verður tekið mið af greiðslufyrirkomulagi seinasta skólaárs og eru foreldrar hvattir til að hafa samband við skrifstofu ef um breytingar eru að ræða á þeim málum. Óþarft er að koma í skólann og kvitta undir tiltekinn greiðslusamning þetta skólaárið. Skólaalmanak og skólagjaldskrá má sjá á heimasíðu skólans.
Tónfræðihópar frá því í fyrra halda sér og þráðurinn verður tekinn frá því sem áður var horfið.
Breyttur opnunartími skrifstofu verður 12:20 – 16:00 en símsvörun verður frá 09-16
Við hvetjum foreldra til að brýna fyrir börnum sínum reglur um almennt hreinlæti og sömu reglur munu gilda um aðgengi að skólanum.
Kennarar og nemendur skuli þvo hendur fyrir og eftir tímann. (MIKILVÆGT)
Engin mæti í tíma með flensulík einkenni. Hér er átt við mikið kvef, beinverki, hita og þessháttar.
Góð regla er að vera heima hitalaus í einn dag ef viðkomandi hafi staðið í veikindum dagana á undan.
Takmörkuð umgengni í skólanum – Vinsamleg tilmæli eru að félagar og aðrir gestir séu ekki að koma með nemendum í kennslu á ofangreindu tímabili.
Við hlökkum til að sjá núverandi og nýja nemendur í skólanum á næstu dögum.
Bestu kveðjur