Skólastarf 16.03-13.04

16. mars 2020 | Fréttir

Starf Tónlistarskóla Ísafjarðar 16. mars – 13. apríl 2020

Samhliða samkomubanni sem stjórnvöld hafa fyrirskipað er skólastarfi Tónlistarskóla Ísafjarðar nokkur takmörk sett. Þetta er gert til að hefta útbreiðslu COVID-19 og munu takmarkanir gilda frá 16. mars til 13. apríl.

Kennsla

Allt hópastarf fellur niður, en það eru forskóli, tónsmiðja, kór, tónfræði, hlustun og greining, hljómfræði, tónheyrn og allt hljómsveitarstarf.

Hljóðfærakennarar munu kenna nemendum sínum í einkatímum í húsnæði skólans.

Af heilsufarsástæðum munu nokkrir kennarar við skólann bjóða uppá fjarkennslu. Við biðjum foreldra að sýna því skilning og aðstoða börn sín í þeim tilfellum.

 

Hreinlæti

Kennarar og nemendur þvoi sér um hendur fyrir og eftir hvern tíma.

Sótthreinsun á hljóðfærum og öllum snertiflötum verður sinnt eins og kostur er.

 

Umgengni

Umgengni um skólann verður haldið í lágmarki og eru foreldrar og forráðamenn því beðnir að koma ekki með börnum inní skólann nema brýna nauðsyn beri til. Börnin komi ekki með félaga sína í skólann á meðan kennslustund stendur yfir.

 

Veikindi

Engin hvorki kennari né nemandi mæti í skólann sé hann með flensulík einkenni, s.s. hálsbólgu, kvef, beinverki og hita.

 

Kennarar munu gera sitt besta til að nám nemenda skólans verði eins markvisst og árangursríkt og aðstæður leyfa.

Sýnum þolinmæði og tökumst á við hlutina eins og þeir eru hverju sinni.

 

Í meðfylgjandi slóð er viðbragðsáætlun Sambands Íslenskra Sveitarfélaga https://www.samband.is/media/covid-19/Vidbragdsaaetlun-sambandsins-vegna-COVID-19-060320.pdf

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur