Í upphafi annar er réttast að minna á skólareglur Tónlistarskóla Ísafjarðar sem finna má á heimsíðunni undir liðnum skólastarfið.
Skólareglur
- Forráðamönnum ber að ganga frá greiðslu/greiðslutilhögun skólagjalda við innritun.
- Tónlistarskólinn á nokkur hljóðfæri til útleigu. Forráðamenn þeirra nemenda sem þau nota greiða leigugjald og undirrita leigusamning þar um.
- Góð umgengni og meðferð hljóðfæra er áskilin. Nemendum og kennurum er óheimilt að fara með hljóðfæri útúr skóla nema að fengnu leyfi frá skólastjóra/aðstoðarskólastjóra.
- Nemendur skulu vera stundvísir, stunda námið vel og ætlast er til að þeir valdi ekki truflunum í kennslustundum.
- Allir nemendur skólans komi fram á tónleikum a.m.k. einu sinni á önn. Nemendur mega ekki leika opinberlega í nafni skólans nema með vitund og leyfi kennara og/eða skjólastjóra.
- Ætlast er til að nemendur sæki tónleika, samæfingar og aðra félagsstarfssemi sem skólinn stendur fyrir.
- Nemendur taki áfangapróf samkvæmt núgildandi aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða stigspróf samkvæmt eldri námsskrá. Þeir nemendur sem ekki taka fyrrnefnd próf spila/syngja á vorprófi.
- Forfallist nemandi ber forráðamanni að tilkynna það með fyrirvara. Komi nemandi meira en 15 mínútum of seint í kennslustund er kennara heimilt að fella hana niður. Mæti nemandi ekki í kennslustund án tilkynningar skal kennari hafa samband við forráðamann. Mæti nemandi ekki í 2 vikur samfleytt án tilkynningar til skóla er litið svo á að nemandi hafi hætt. Ekki er um endurgreiðslu skólagjalda að ræða í slíkum tilfellum.
- Veikist kennari fellur kennsla hjá viðkomandi niður, vari veikindin lengur en tvær vikur ber skólanum að útvega forfallakennslu sé þess nokkur kostur, annars komi til endurgreiðslu skólagjalda. Kennara ber ekki að bæta upp leyfi eða veikindi nemanda.
- Göngum hljóðlega og vel um húsnæði tónlistarskólans sem og alla muni hans. Nemandi sem veldur skemmdum á húsnæði og/eða munum skólans bæti fyrir þær.
- Jólafrí, páskafrí og aðrir frídagar fara eftir skóladagatali tónlistarskóla. Reynt er eftir fremsta megni að samræma skóladagatöl ólíkra skólagerða