Svæðistónleikar Nótunnar 2019

25. mars 2019 | Fréttir

Glæsilegur árangur nemenda Tónlistarskóla Isafjarðar á svæðistónleikum Nótunnar í Borgarnesi um helgina. Öll atriðin okkar þrjú fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði: Barnakór og hljómsveit með atriði úr Kalla og sælgætisgerðinni, undir stjórn Madis Mäekalle og Bjarney Ingibjargar. Sigríður Erla Magnúsdóttir nemandi Iwönu Frach með frumsamið verk fyrir píanó og Heiður Hallgrímsdóttir, Marianna Glodkowska og Matilda Harriet Mäekalle nemendur Beötu Joó með sexhent verk á píanó. Sigríður Erla og Heiður, Marianna og Matilda fara a Lokahátíð Nótunnar sem fram fer i Hofi á Akureyri 6. apríl. Við þurftum að bregða á það neyðarráð að senda upptökur af atriðunum vegna þess að ekki var bjart útlit með að veðurguðirnir væru með okkur á leið til Borgarnes og því ákveðið að aflýsa ferðinni. Þá var gott að eiga hauk í horni, Jóhannes Jónsson kvikmyndatökumaður brást fljótt og vel við af sinni alkunnu myndsnilld og tók upp öll atriðin. Við getum verið stolt af að fá 3 af 10 viðurkenningum sem veittar voru í dag og að eiga 2 af 3 atriðum sem komust áfram. Bravó þið öll og innilega til hamingju.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur