Foreldradagar

22. febrúar 2019 | Fréttir

Foreldradagar verða dagana 25. – 28. febrúar. Foreldrum gefst þá tækifæri til að koma og kynna sér kennslu nemenda. Nú er langt liðið á önnina og tilvalið fyrir foreldra og nemendur að ræða saman við kennara um námið, hvað sé framundan og hvernig megi móta námið til vors.

Aldrei verður lögð nógu mikil áhersla á mikilvægi þess að foreldrar fylgist vel með náminu og sýni áhuga og stuðning. Það skiptir sköpum í námframvindunni, framförum nemandans og áhuga hans til námsins.

Foreldrar eru alltaf velkomir í skólann en við viljum eindregið hvetja foreldra til þess að mæta vel í þá tíma sem sérstaklega eru ætlaðir til þess. Kennarar munu sjá um að boða foreldra í viðtöl.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur