Mikolaj Frach

25. maí 2018 | Fréttir

Sunnudaginn 27. maí kl. 17:00, býður Mikolaj Ólafur Frach Vestfirðingum upp á skemmtilega og fjölbreytta tónleika í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Mikolaj fæddist á Ísafirði árið 2000. Hann hóf ungur píanónám hjá móður sinni Iwonu Frach, aðeins fimm ára gamall.

Mikolaj hefur hlotið margar viðurkenningar í tónlistarkeppnum bæði hér á landi og erlendis. Hann sigraði VI píanókeppni Íslandsdeildar EPTA í Reykjavík árið 2015 og hlaut þriðju verðlaun í XIII Alþjóðlegu Píanókeppninni í Görlitz árið 2014. Einnig hlaut hann annað sætið í Fryderyk Chopin Interpretation Competition í Reykjavík  árið 2010. Mikolaj hefur margsinnis komið fram fyrir hönd Tónlistarskóla Ísafjarðar á Lokatónleikum Nótunnar í Hörpunni en hann lauk framhaldsprófi í píanóleik vorið 2017 með hæstu einkunn á landsvísu. Mikolaj kveður nú Tónlistarskóla Ísafjarðar en hann hyggst stunda áframhaldandi píanónám í Póllandi næsta haust.

Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Bach, Beethoven og Chopin.

Aðgangur ókeypis

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur