Innritun nýrra nemenda á Suðureyri

18. ágúst 2016 | Fréttir

Útibú Tónlistarskóla Ísafjarðar á Suðureyri verður starfrækt að nýju í vetur eftir nokkurt hlé, en kennsla fer fram í Grunnskólanum á Suðureyri. Boðið verður upp á kennslu á píanó, gítar, ukulele og fiðlu en kennsluna annast þau Sara Hrund Signýjardóttir og Janus Frach. Innritun hefur gengið vel en enn eru nokkur pláss laus og er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu tónlistarskólans í síma 4508340 eða senda Söru Hrund tölvupóst á netfangið  sarahrund71@hotmail.com.
Tónlistarskóli Ísafjarðar hefur lengi notið krafta fiðluleikarans Janusar Frach en Sara Hrund er nýflutt til Suðureyrar með fjölskyldu sinni. Hún er músíkmeðferðarfræðingur að mennt og fjölhæf tónlistarkona og við fögnum því að fá hana til starfa við skólann.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur