Innritun nýrra nemenda í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefst miðvikudaginn 17. ágúst. Námsframboðið í skólanum er afar fjölbreytt, forskóli, píanó, gítar, blokkflauta, þverflauta, klarinett, saxófónn, kornett, trompet, básúna, horn slagverk, fiðla og selló, söngur auk bóklegra greina. Kórstarf er einnig öflugt við skólann sem og lúðrasveitir og strengjasveitir.
Vakin er athygli á því að hægt er að sækja um rafrænt á netinu með því að smella á þennan tengil og við hvetjum fólk til þess að ganga frá skráningum sem allra fyrst svo hægt sé að leggja lokahönd á að skipuleggja skólastarf vetrarins.
Á heimasíðu skólans www.tonis.is eru ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið en einnig er hægt að koma við á skrifstofu skólans að Austurvegi 11 milli kl. 10:00 og 15:30 eða hringja í síma 4508340. Nemendur frá í fyrra voru flestir búnir að ganga frá sínum umsóknum síðastliðið vor, en þurfa að ganga sem allra fyrst frá greiðslusamningum vegna skólagjalda og skila inn stundatöflum úr öðrum skólum.