Í kvöld þriðjudaginn 24. maí kveðja þær Melkorka Ýr Magnúsdóttir og Sigríður Salvarsdóttir Tónlistarskóla Ísafjarðar og bjóða af því tilefni til tónleika, en þær hafa báðar frá unga aldri stundað píanó- og söngnám við skólann. Sigríður lauk miðprófi í söng vorið 2015 og Melkorka nú í vor. Báðar þreyttu þær miðprófi í píanóleik í þessum mánuði. Þær hafa komið fram á tónleikum skólans og verið virkar í kórastarfi skólans. Einnig hafa þær tekið virkan þátt í félagslífi Menntaskólans á Ísafirði, Sigríður er fráfarandi formaður leikfélags MÍ og Melkorka Ýr fráfarandi formaður nemendafélags MÍ. Nú halda þær á vit nýrra tónlistarævintýra, því á hausti komanda mun Sigríður hefja nám í einsöng við LHÍ og Melkorka Ýr hefur söngnám við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Við í Tónlistarskóla Ísafjarðar þökkum þeim samfylgdina síðastliðin ár og óskum þeim gæfu og gengis á listabrautinni í framtíðinni. Tónleikarnir verða í Hömrum og hefjast kl. 20:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.