Vel heppnað kvæðalaganámskeið

11. október 2015 | Fréttir

Kvæðalaganámskeiðið sem Tónlistarskóli Ísafjarðar hélt í Hömrum sl. laugardag 10.október var vel sótt og heppnaðist ákaflega vel. Þótt fyrirvarinn væri stuttur, þá sóttu 16 þátttakendur námskeiðið og ljóst að áhugi er mikill og vaxandi á þessu forna menningararfi okkar. 

Leiðbeinandinn á námskeiðinu dr. Guðrún Ingimundarfóttir var heldur ekki af verri endanum. Hún er tónlistarkennari, tónskáld og tónlistarmannfræðingur og starfar á Siglufirði við tónlistarstarf og -kennslu Hun kennir einmitt kveðskap og kvæðalagasöng við Tónlistarskóla Siglufjarðar og nú starfar þar stór hópur kvæðafólks, sem skemmtir bæði sjálfum sér og öðrum með þessari dásendariðju. 

Á námskeiðinu var farið yfir alls kyns kveðskap og einnig æfðir tvísöngvar.

Þátttakendur voru himinlifandi með námskeiðið og virðist mikill áhugi á að endurvekja Kvæðamannafélagið Kyrju, sem hér var stofnað fyrir allmörgum árum.

Á myndinni má sjá nokkra þátttakendur á námskeiðinu ásamt Guðrúnu, en því miður náðist ekki að taka mynd af öllum hópnum.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur