Vortónleikar barnakóra Tónlistarskóla Ísafjarðar verða haldnir í Hömrum nk. fimmtudag 7.maí kl. 18:00. Í skólanum starfa nú þrír barnakórar: kór barna í 1.-2.bekk, kór barna í 3.-4.bekk og loks kór barna í 5.-7.bekk. Dagný Arnalds stjórnar kórunum í 1.-4.bekk en Bjarney ingibjörg Gunnlaugsdóttir kór5.-7.bekkjar. Í kórunum eru alls um 40 börn sem flest syngja með á tónleikunum. Meðleik með kórunum á píanó annast Hulda Bragadóttir.
Á fjölbreyttri dagskránni eru lög úr ýmsum áttum, en aðgangur er ókeypis og öllum heimill.