Innritun hefst á miðvikudag 21.ágúst

19. ágúst 2013 | Fréttir

Innritun nýrra nemenda hefst í Tónlistarskóla Ísafjarðar miððvikudaginn 21.ágúst og stendur fram til mánudagsins 26.ágúst. 

Námsframboðið í skólanum er afar fjölbreytt: forskóli, píanó, harmóníka, gítar, bassi, blokkflauta, þverflauta, klarinett, saxófónn, kornett, trompet, básúna, horn slagverk, fiðla og selló,
söngur auk bóklegra greina. Kórstarf, lúðrasveitir, strengjasveitir er einnig öflugt við skólann. Skólinn leigir út ýmis hljóðfæri gegn vægu gjaldi, ókeypis fyrsta námsárið.

Skólinn vill sérstaklega vekja athygli á nýju samstarfsverkefni Grunnskólans á Ísafirði og Tónlistarskólans, þar semnemendur í 1.-4.bekk geta tekið spilatímana sína milli kl.11 og 12 og 5.-7.bekkingar eiga kost á svipuðu fyrirkomulagi.

Nemendur í 8.-10.bekk grunnskólans fá námið metið sem val og einnig menntaskólanemar.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans að Austurvegi 11,  kl. 10-16 næstu daga. Þaðr eru veittar nánari upplýsingar um námsframboð og skólagjöld (sjá hér til hliðar á síðunni undir UMSÓKNIR), .einnig í síma 456 3925 og á heimasíðunni www.tonis.is. Í skólanum verða einnig til sýnis hljóðfæri af ólíkum toga fyrir þá  nemendur sem ekki eru búnir að ákveða hvað þá langar mest að læra á.
Nemendur frá í fyrra voru flestir búnir að ganga frá sínum umsóknum sl.vor en þurfa að ganga frá greiðslusamningum v.skólagjalda og skila inn stundatöflum úr öðrum skólum.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur