Áhrif tónlistar á annað nám

27. maí 2013 | Fréttir

Það er nokkuð algengt að unglingar sem eru að byrja í menntaskóla, hætti tónlistarnámi, þar sem þau og/eða foreldrar þeirra halda að tónlistarnámið taki of mikinn tíma frá "alvöru"lærdómnum og dragi úr árangri í menntaskólanum. Þeir sem trúa þessu ættu visulega að endurskoða afstöðu sína.

Það vakti athygli á útskrift Menntaskólans á Ísafirði hversu margir þeirra sem hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur við skólann höfðu lagt stund á tónlistarnám. Semidúxinn, Marelle Maekalle, sem fékk fjölda verðlauna við útskriftina,  er í hópi bestu nemenda TÍ, hefur lært á mörg hljóðfæri (píanó, flautu og saxófón) og leikið í lúðrasveitum TÍ og píanóhljómsveitinni sem var svo sigursæl á Nótunni í vetur.Í vetur hafði Marelle yfirumsjón með tónlistinni í Sólrisuleikritinu.útsetti og spilaði. Aðrir nýstúdentar sem fengu verðlaun á laugardaginn og hafa llíka verið í alvarlegu tónlistarnámi á mennntaskólaárunum eru m.a. Aron Guðmundsson, Björk Sigurðardóttir, Erla María Björgvinsdóttir, Jóhann Gunnar Guðbjartsson, Jóna S. Pálmadóttir, Mirjam Maekalle o.fl.

Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt, svipaða sögu má segja frá útskriftarathöfnum menntaskólans frá upphafi og hið sama má segja um menntaskóla annars staðar. Tónlistarnám hefur sannarlega ekki letjandi áhrif á árangur menntaskólanema, heldur þvert á móti. Þetta hefur vakið forvitni og athygli og ýmsar kenningar hafa verið settar fram um ástæðu þessa en fræðimenn hafa ekki komist að neinni einni niðurstöðu. Sumir telja að tónlistarnám kenni fólki að temja sér aga og skipuleg vinnubrögð, aðrir að tónlistariðkun örvi heilastarfsemina og svo mætti áfram telja. Hitt er algjörlega víst, tónlistarnámið hefur auðgað líf þessara ungmenna svo um munar og mun fylgja þeim um aldur og ævi. 

 

Til gamans má geta þess að snillingurinn Albert Einstein (sjá mynd) var gríðarlegur áhugamaður um tónlist, lék á fiðlu og fleiri hljóðfæri og leit á vísindi sem listgrein.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur