Skólatónleikar nemenda í 4. og 8.bekk GÍ

17. apríl 2013 | Fréttir

Nú standa yfir í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, tónleikar tónlistarnema í 8.bekk Grunnskólans á Ísafirði þar sem þau leika á ýmis hljóðfæri fyrir bekkjarfélaga sína og kennara. Fyrr í morgun voru sams konar tónleikar hjá nemendum 4. bekkjar. Þetta skemmtilega uppbrot á hefðbundinni stundaskrá veitir nemendum öðruvísi innsýn í tónlistarnám og tónlistariðkun, kynnir þeim ýmis hljóðfæri auk þess sem tónlistarnemarnir fá tækifæri til að sýna jafnöldrum sínum og bekkjarkennurunum hvað í þeim býr.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur