Kór Menntaskólans á Ísafirði heldur ásamt fleirum tónleika í Hömrum þriðjudagskvöldið 5.mars kl. 20 í tilefni Sólrisuhátíðar Menntaskólans, sem nú stendur yfir. Aðaluppistaða tónleikadagskrárinnar er söngur kórsins, en einnig koma fram á tónleikunum tónlistarnemar úr Menntaskólanum, bæði í söng og hljóðfæraleik.
Leikið verður á fiðlu, gítar, rafgítar, banjó, píanó og fleiri hljóðfæri, bæði í einleik og samleik, einnig er á dagskránni einsöngur og nokkrir söngnemar syngja saman í hóp. Þá flytur hljómsveit píanónemenda flytur skemmtileg tilbrigði við vísurnar um hann Krumma í klettagjá í anda tónlistargrínistans Victor Borge.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.