Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur

6. febrúar 2013 | Fréttir

Tónlistarskóli Ísafjarðar heldur tvenna tónleika síðar í þessum mánuði í tilefni af Degi tónlistarskólanna.

Tónleikarnir eru haldnir undir yfirskriftinni Miðsvetrartónleikar og er mjög göm,ul hefð fyrir slíkum tónleikum í skólanum.

Fyrri tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 21.febrúar í Hömrum kl.19:3o og þar verður bæði einleikur og samleikur á ferðinni. Síðari tónleikarnir eru öllu stærri í sniðum og verða haldnir í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23.febrúar kl.14. Þar koma fram ýmsir stærri hópar og sveitir á vegum skólans og í lokin spilar ÍSÓFÓNÍAN 3 þekkt lög og syngja kórar skólans einnig í þeim lögum.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur