Óperuklúbburinn á nýju ári

24. janúar 2013 | Fréttir

Nýju ári í Óperuklúbbnum verður fagnað eins og vera ber með kynningu á eldfjörugri óperettu. Það er hín sívinsæla LEÐURBLAKA Jóhanns Strauss sem mun svífa um Hamrasalinn nk mánudagskvöld 28.janúar kl.19:30.
Upptakan sem verður til sýnis er frá 1972 í leikstjórn Otto Schenk, upptaka sem er í hefðbundnum stíl en hefur hlotið mikið lof fyrir glens, gaman og frábæran tónlistarflutning. Meðal söngvara eru Gundula Janowitz og Eberhard Wächter en Vínarfílharmónían leikur með undir stjórn Karl Böhm.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis en æskilegt að fólk greiði 500 kr. í kaffisjóð.

Gert er ráð fyrir 2 öðrum óperukynningum í vetur, önnur verður Carmen en óvíst með hina.

 

Hér má sjá brot úr uppfærslunni sem kynnt verður á mánudagskvöld:

http://www.youtube.com/watch?v=fHntGDq0IuY (Czardas)

http://www.youtube.com/watch?v=cqN6y4UqoKQ  (Mein Herr Marquis))

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur