Peter Maté píanóleikari og píanókennari kemur hingað á laugardaginn kemur, 13.okt., og heldur master-class námskeið fyrir lengra komna píanónemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hann verður hér allan daginn, ca kl. 10-17 og fer námskeiðið fram í Hömrum.
Um opna tíma er að ræða og þeir sem áhuga hafa geta komið og fylgst með þó þeir taki ekki virkan þátt.
Óhætt er að fullyrða að af þeim píanókennurum sem starfa á Íslandi í dag, sé Peter Maté sá reyndasti og sá sem hefur komið nemendum sínum hvað mest áfram. Hann hefur einnig ávallt verið skólanum einstaklega velviljaður og er afar dýrmætt fyrir skólann að eiga slíka velunnara.