Námskeið í sögu vestrænnar tónlist fram að rómantíska tímabilinu (til dauða Beethovens 1827) hefst föstudaginn 5.október, .í stofu 3 á neðri hæð. Námskeiðið verður yfirleitt haldið á föstudögum kl. 13:15 – 15:00 og áætlað að því ljúki í desember (eða janúar). Kennari verður Jónas Tómasson.
Námskeiðið er á framhaldsstigi og ráð gert fyrir að nemendur hafi lokið miðnámi í tónfræði, en duglegir nemendur í miðnámi geta líka sótt námskeiðið ef þeir hafa áhuga, enda er gott að nota tækifærið þegar það býðst. Þetta er ekki kennt á hverju ári. Ef vel gengur verður Tónlistarsaga II e.t.v. kennd á vorönn.
Um er að ræða væntanlega 8-10 skipti, ca 100-120 mínútur í hvert sinn. Farið er hratt yfir námsefnið og ætlast til að nemendur vinni talsvert heima, hlusti og vinni í vinnubók.
Þeir sem vilja fá námið metið til eininga í framhaldsskóla ljúka námskeiðinu með prófi og ritgerð. ATH.: þeir sem ekki eru komnir í framhaldsskóla ættu að geta fengið þetta metið síðar).
Efniskostnaður pr. nemanda kr. 1.500 (vinnubók og hlustunarefni).
Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið geta haft samband við Jónas í síma 849 5425 eða skrifstofu skólans, sími 456 3925.