Tónleikar listaháskólanema – kl.20 miðvikudagskvöld

26. september 2012 | Fréttir

 Nýnemar í tónlistardeild Listaháskóla Íslands hafa dvalið á Ísafirði undanfarna daga við leik og nám ásamt tveimur kennurum og nokkrum meistaranemum.

Í kvöld, miðvikudagskvöld heldur hópurinn tónleika í Hömrum kl.20:00, þar sem allir eru hjartanlega velkomnir að koma (enginn aðgangseyrir) og hlýða á afurð vinnu þeirra undanfarna daga.

Í hádeginu í dag mættu þau í Stjórnsýsluhúsið og fluttu þar brot úr verkinu sem flutt verður í kvöld. Ljóst er að sköpunargáfa og lífsfjör þessa unga listafólks skilaði sér algjörlega til áheyrenda sem fannst gaman að heyra nútímalegri notkun á annars klassískum hljóðfærum.

 

Annað kvöld, fimmtudagskvöld,  mun hópurinn koma saman í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað. Þar hefst dagskrá að loknum kvöldmat eða um kl. 20:30. Hér er um mjög óformlega dagskrá að ræða, eins konar „opinn mæk“ að ræða þar sem hver sem er getur komið og spilað og sungið. Nemendurnir í Listaháskólanum taka að sjálfsögðu þátt og verða með alls konar atriði, bæði sungin og leikin á ýmis hljóðfæri, en vonast til að tónelskir Ísfirðingar mæti og taki þátt.

Allir bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir á báða þessa viðburði.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur