VORSÖNGVAR kóra Tónlistarskóla Ísafjarðar

3. maí 2012 | Fréttir

Sumarlegir kórtónleikar verða í Ísafjarðarkirkju kl. 18:00 þriðjudaginn 8.maí næstkomandi. Um er að ræða vortónleika barna- og skólakórs Tónlistarskóla Ísafjarðar. Dagskráin er fjölbreytt og glaðleg, m.a. syngur Barnakórinn lög úr söngleiknum Mary Poppins og hið fræga lag Mugisons „Stingum af". en Skólakórinn syngur lög úr ýmsum áttum.

Barnakórinn er skipaður börnum í 2.-5.bekk en Skólakórinn  börnum í 6.-10.bekk. Börnin eru að uppskera eftir veturinn og  taka fagnandi mót sól og sumri sem sést vel í dag að er handan við hornið. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir stjórnar kórunum en Hulda Bragadóttir leikur með á píanó, en  ýmsir kórfélagar aðstoða einnig með leik á ásláttarhljóðfæri.aujk þess sem nokkrir þeirra syngja einsöng í nokkrum lögum. 

Meðf.mynd var tekin á skólaslitum T.Í. 2011

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur