Á tónlistarhátiðinni Myrkir músíkdagar sem haldin verður í Reykjavík (að mestu í Hörpu) dagana 26.-29.janúar verða flutt fjögur verk á þrennum tónleikum eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson. Tvö verkanna eru splunkuný. Óbókvintett fyrir Eydísi Franzdóttur óbóleikara og strengjakvartett, og píanóverkið „Jökla og Embla" sem var pantað af Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara. Hin verkin eru Fiðludúó, sem leikið verður af Duo Landon og kammerverkið „La belle jardiniere" í flutningi tríósins Sírajón.
N´nar má lesa um dagskrána á slóðinni www.darkmusicdays.is