Skólastarfið í Tónliostarskóla Ísafjarðar hófst miðvikudaginn 4.janúar eins og í öðrum skólum. Nokkrir kennarar (Bjarney Ingibjörg, Dagný, Messíana, Janusz, Iwona) eru þó fjarverandi fyrstu kennsludagana vegna tónlistarnámskeiða eða af persónulegum ástæðum en þeir munu bæta þá tíma upp síðar eftir bestu getu. Á Þingeyri hefst kennsla þriðjudaginn 10.janúar, en þar var kennt lengur í desember.
Stundatöflur þarf einnig oft að endurskoða eftir áramót, þar sem menntaskólanemar og sumir grunnskólanemar fá breyttar töflur á þessum tíma.