VORSTRENGIR – Strengjasveitatónleikar í Hömrum kl. 17:00 á sunnudag

4. maí 2011 | Fréttir

Strengjasveitir Tónlistarskóla Ísafjarðar halda tónleika í Hömrum sunnudaginn 8.maí kl. 17:00. Í skólanum starfa tvær strengjasveitir, Strengjasveit yngri nemenda sem skipuð er nemendum 8-11 ára og síðan Strengjasveit eldri nemenda.

Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg. Yngri sveitin leikur tvo lagaflokka, annan kenndan við hafið og hinn við eyjuna Jamaica. Eldri sveitin flytur verk eftir pólska tónskáldið Szymon Kuran, verk eftir Chopin, Beethoven-syrpu og loks ABBA-syrpu, þar sem heyra má nokkur þekktustu lög hljómsveitarinnar ABBA. Stjórnandi sveitanna, Janusz Frach, hefur útsett lögin.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill.
 
Á myndinni má sjá yngri sveitina ásamt stjórnandanum Janusz Frach

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur