Söngveisla í Ísafjarðarkirkju föstudagskvöldið 11.september 2009 kl. 20:00
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson héldu glæsilega söngtónleika með lögum eftir Brahms, Mahler, Verdi, Gershwin og Bellini.
í Ísafjarðarkirkju. Tónleikarnir voru áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar en einnig voru seldir miðar við innganginn á kr. 2.000. Nemendur Tónlistarskólans, 20 ára og yngri, fengu ókeypis aðgang
Blokkflauta og gítar í heimsklassa
Einn fremsti hljóðfæraleikari heims, blokkflautuleikarinn Michala Petri, hélt tónleika í Hömrum ásamt eiginmanni sínum Lars Hannibal gítarleikara, í Hömrum fimmtudaginn 17.sept. 2009 kl. 20:00. Á efnisskránni voru verk eftir J.S. Bach, Antonio Vivaldi, Astor Piazzolla, Michölu Petri og marga fleiri.
Tónleikarnir voru 4. áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á starfsárinu 2008-2009, en einnig voru seldir miðar við innganginn á kr. 1.500. Nemendur Tónlistarskólans, 20 ára og yngri, fengu ókeypis aðgang.
Lesa má nánar um þau hjón á vefsíðunum www.michalapetri.com/ og www.larshannibal.com/ .
Minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar
Sænsk óperusöngkona og ísfirskur píanisti
Hinir árlegu minningartónleikar um Sigríði og Ragnar H. Ragnar voru haldnir í Hömrum sunnudaginn 27.september 2009 kl. 16:00. Tónleikarnir voru haldnir undir yfirskriftinni „Söngvar ástarinnar “, en á efnisskránni voru þekktar óperuaríur og ljóðasöngvar m.a. eftir Bellini, Puccini, Verdi, Alfvén, Grieg og Sibelius.Það var sænska óperusöngkonan Elisabeth Wärnfeldt sem flutti þessa glæsilegu dagskrá ásamt píanóleikaranum Önnu Málfríði Sigurðardóttur.
Ungverski píanóleikarinn László Baranyay
hélt einleikstónleika í Hömrum sunnudagskvöldið 18.október 2009 kl. 20:00.
Þar flutti hann verk eftir Chopin (Ballöðu í g-moll), Schubert (Impromptur í Es-dúr og As-dúr) og ungverska tónskáldið Dohnanyi (Vetrarsögur). Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu Tónlistarfélags Ísafjarðar og Tónlistarskóla Ísafjarðar. Aðgangseyrir var kr.1.500 (1.000 f.lífeyrisþega) og skólanemendur, 20 ára og yngri, fengu ókeypis aðgang.
Einleikstónleikar á píanó
Edda Erlendsdóttir píanóleikari hélt tónleika í Hömrum sunnudaginn 25.október kl.20:00. Á efnisskránni voru verk eftir C.P.E.Bach, Haydn og Schubert
1.áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar starfsárið 2009-2010
.
Tónlist á léttu nótunum.
lTríó Vadims Fedorov hélt tónleika í Hömrum laugardaginn 14.nóvember kl.17:00.
Tríóið skipa þeir Vadim Fedorov, harmonikka, Gunnar Hilmarssson, gítar og Leifur Gunnarsson, kontrabassi.
„Á niðurleið" söngskemmtun í Hömrum
Á laugardaginn 6.febrúar kl. 15:00 heimsótti Ísafjörð einn besti óperusöngvari landsins, Bjarni Thor Kristinsson, bassasöngvari, ásamt píanóleikaranum Ástríði Öldu Sigurðardóttur. Tónleikadagskráin bar yfirskriftina „Á niðurleið“ sem stafar af því að söngvarinn fetar sig niður tónstigann eins djúpt og komist verður! M.a. voru á efnisskránni íslensku lögin Rósin, Nótt, Í dag og Sverrir konungur, aríur úr Töfraflautunni og Brottnáminu úr kvennabúrinu, aria úr Messíasi Händels, ljóð eftir Schubert og Beethoven, og auðvitað hin frægu bassalög Ol´Man River, Ich bin ein Bass og Im tiefen Keller.
Tónleikarnir voru 2.áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á starfsárinu. Áskriftarkort , en einnig hægt að kaupa miða við innganginn kr.1.500 (kr.1.000 f.lífeyrisþega), en skólanemendur, 20 ára og yngri, fá ókeypis aðgang.
Söngur og píanó
Tríóið Tríólógía hélttónleika í Hömrum á Ísafirði miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:00. Tríóið skipa söngkonurnar Sólveig Samúelsdóttir mezzósópran og Hallveig Rúnarsdóttir sópran ásamt píanóleikaranum Hrönn Þráinsdóttur. Á tónleikunum voru flutt einsöngslög og dúettar eftir Schumann og Mendelssohn.
Tónleikarnir voru 3. áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á starfsárinu. Áskriftarkort, en einnig voru seldir miðar við innganginn. Miðaverð var kr. 1.500, kr. 1.000 fyrir lífeyrisþega, en skólafólk 20 ára og yngri fékk frían aðgang.
4.áskriftartónleikar starfsársins í samvinnu við Tónlistarhátíðina Við Djúpið
Andrew Quartermain, einn aðalkennara tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, hélt píanótónleika í Hömrum á Ísafirði 25. júní kl. 20. Andrew hefur komið fram sem einleikari víða um heim og verið virkur flytjandi kammertónlistar. Hann kemur m.a. reglulega fram með kammerhópi Lundúnafílharmóníunnar.
Á tónleikunum í Hömrum lék Andrew leika píanóverk eftir Debussy og Schumann, auk þess hann fékk til liðs við sig þá Hans Wolters óbóleikara og Audun Halvorsen fagottleikara, en þeir fluttu ásamt Andrew flytja sónötur eftir Poulenc og Saint Saëns.