Dagana 20.-22.júní stendur Háskólasetur Vestfjarða ásamt Háskólanum í Manitoba, Kanada, fyrir glæsilegri dagskrá, sem helguð er tónlist, skáldskap og náttúru. Mánudaginn 21.júní verður dagskrá í Hömrum allan daginn. Hún hefst kl. 9:00 með bókmenntaþingi sem stendur fram eftir degi og meðal fyrirlesara eru dr. Gauti Kristmannsson dósent, Halldór Guðmundsson rithöfundur og Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur. Dagskráin er á ensku.
Um kvöldið kl. 20:30 verða tónleikar í Hömrum þar sem Ingunn Ósk Sturludóttir mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenor og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja tónlist eftir Sigvalda Kaldalóns. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 2.000.
Auk ráðstefnunnar á mánudag er á dagskrá gönguferð á sunnudag og sigling um Ísafjarðardjúp á þriðjudag. Sjá nánar http://www.uwestfjords.is/conferences_and_lectures/world_light_world_song/