Á laugardag 15.maí kl. 14 halda Barnakór og Stúlknakór Tónlistarskólans sína árlegu vortónleika í Hömrum. Þar verður flutt ævintýrið um söngelsku músina Pílu Pínu og fjölskyldu hennar fyrir hlé. Höfundar þessa hugljúfa ævintýris eru þau Kristján frá Djúpalæk og Heiðdís Norðfjörð, en tónlistin er eftir Heiðdísi og Ragnhildi Gísladóttur. Kórfélagar verða í viðeigandi gervum og sögumaður er Sunna Sturludóttir. Eftir hlé flytja kórarnir vor- og sumarlög. Kórstjóri er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir en meðleikarar eru er Hulda Bragadóttir á píanó og Marelle Mäekalle á flautu.
Myndin var tekin á vortónleikum kóranna vorið 2009.