Vortónleikar hljóðfæranema föstudagskvöld og sunnudag

14. maí 2010 | Fréttir

Vortónleikaröð Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur áfram í Hömrum nú um helgina. Í kvöld (föstudagskvöld) kl. 19:30 og á sunnudag kl. 17 verða  tvennir vortónleikar hljóðfæranema með fjölbreyttri dagskrá, þar sem nemendur á ýmsum stigum koma fram og leika á ólík   hljóðfæri.