Hópur lengra kominna nemenda Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur tónleika undir yfirskriftinni VORÓMAR í Hömrum, sal skólans, föstudagskvöldið 7.maí kl. 20:00. Allstór hópur nemenda skólans er á mið- eða framhaldsstigi og eru þeir oft að kljást við stór og erfið viðfangsefni svo sem sónötur og konserta og löng verk sem ekki henta á venjulegum skólatónleikum. Á tónleikunum verður leikið á píanó, fiðlu, blokkflautu, þverflautu og gítar og flutt verða verk af fjölbreyttasta tagi, eftir klassíkerana Bach, Handel, Mozart og ýmsa eftirmenn þeirra allt til Fleetwood Mac.
Sautján nemendur koma fram á tónleikunum: Aldís Þórunn Bjarnardóttir, Aron Ottó Jóhannsson, Elvar Ari Stefánsson, Eva Lind Smáradóttir, Freyja Rein Grétarsdóttir, Hanna Lára Jóhannsdóttir, Kristín Harpa Jónsdóttir, Marelle Maeekalle, og Mikolaj Frach, sem öll leika á píanó, fiðluleikararnir Maksymilian Frach, Sunna Karen Einarsdóttir og Þorgeir Jónsson, Ísak Atli Finnbogason leikur á altblokkflautu og Hafdís María Óskarsdóttir á þverflautu, Snorri S. Jónsson leikur á klassískan gítar og Bjarni Kristinn Guðjónsson og Stephen Albert Björnsson leika saman á gítar og bassa.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.