Skólatónleikar

16. mars 2010 | Fréttir

Svokallaðir skólatónleikar voru haldnir í Hömrum dagana 15. og 16. mars, þar sem nemendur í 4 mismundandi bekkjum léku fyrir bekkjafélaga sína og kennara.  Þetta voru 4. bekkur, 5. bekkur, 6. bekkur og vinabekkirnir 3. og 10. bekkur sem héldu saman sína tónleika.  Athygli vekur að í 4. bekk eru yfir 30 nemendur í tónlistarnámi af 48 nemendum árgangsins.  Einnig er sérstaklega fjölbreytt hljóðfæraval hjá nemendum 5. bekkjar, Þar sem finna má nær allar tegundir hljóðfæra.

Skólatónleikarnir hafa verið haldnir í nokkur ár og er samvinna milli Grunnskóla Ísafjarðar, Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar, og eru fyrst og fremst til að kynna fyrir nemendum og kennurum það mikla  starf sem fram fer innan Tónlistarskólanna og vekja athygli barna sem enn hafa ekki fengið að kynnast tónlistargyðjunni… 

Tónlistarskólinn þakkar nemendum og kennurum G.Í. kærlega fyrir komuna.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur