Tónleikar fjögurra píanónemenda

26. október 2009 | Fréttir

Fjórir nemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar, Aron Ottó Jóhannsson,  Hanna Lára Jóhannsdóttir, Kristín Harpa Jónsdóttir, og Sóley Ebba Johansd. Karlsson halda tónleika í Hömrum miðvikudaginn 28.október kl.17:30. Á tónleikunum flytja þau  verk eftir Bach, Beethoven, Chopin, Schubert, Kuhlau, Mendelssohn, Bartók, Kabalevsky og nýtt verk eftir íslenska tónskáldið Tryggva M.Baldvinsson. Þau eru öll nemendur Beötu Joó.

Tónleikarnir eru liður í undirbúningi þeirra fyrir píanókeppni íslensku EPTA-deildarinnar (Evrópusamband píanókennara) sem fram fer í Salnum í Kópavogi dagana 4.-8. nóvember. Þar verður keppt í þremur flokkum, en fjórmenningarnir  keppa öll í 1. flokki sem er fyrir 14 ára og yngri, en í þeim flokki keppa 16 nemendur af öllu landinu. Keppnin verður í tveimur hlutum þ.e. forkeppni og úrslitakeppni en í úrslit komast fimm úr hverjum flokk.
Allir eru velkomnir á tónleikana og væri gaman ef margir mættu til að hvetja þetta unga og duglega listafólk
 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur