Maksymilian lék í Ungsveit Sinfóníunnar

29. september 2009 | Fréttir

Maksymilian Frach, fiðlu- og píanónemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar var einn þeirra sem valinn var til að leika í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem hélt tónleika í Háskólabíói sl. laugardag. Sveitin flutti eitt af stórvirkjum sinfónískra tónbókmennta, sinfóníu nr. 5 eftir Sjostakovitsj og stjórnandi var Rumon Gamba, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Ungsveitarverkefnið var sett í gang í fyrravor og sóttu yfir 140 tónlistarnemar um þátttöku en 88 komust að. Undanfari tónleikanna var strangt hljómsveitarnámskeið sem var haldið nokkrum sinnum frá 12.september fram að tónleikum og var skyldumæting. Maksymilian þurfti því að fara nokkrar ferðir suður til að geta verið með. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin stendur fyrir slíku námskeiði fyrir tónlistarnema. Áhersla var lögð á að nemendurnir tækjust á við það að leika í hljómsveit á fagmannlegum grunni og starfsreglurnar þær sömu og hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Þetta var því mikil og dýrmæt reynsla fyrir alla þátttakendur.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur