Haustþing tónlistarkennara

21. ágúst 2009 | Fréttir

Haustþing vestfirskra tónlistarkennara verður haldið á Núpi í Dýrafirði föstudaginn 28.ágúst. Það er Félag tónlistarskólakennara í Kennarasambandi Íslands sem stendur fyrir þinginu sem nú er haldið í 7.sinn.

Á þinginu verður m.a. fjallað um niðurstöður úr nýlegri könnun á starfsemi íslenskra tónlistarskóla, drög að frumvarpi til laga um tónlistarfræðslu og stöðu og framtíðarhlutverk Listaháskóla Íslands  (LHÍ)gagnvart kennurum og stjórnendum tónlistarskóla.

Meðal gesta og frummælenda á þinginu verða Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara, Árni Sigurbjarnarson varaformaður félagsins, Hjálmar H. Ragnarsson rektor LHÍ og Mist Þorkelsdóttir forseti tónlistardeildar LHÍ.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur