Tónleikar Menntaskólanema í Hömrum

27. febrúar 2014 | Fréttir

Miðvikudaginn 5. mars verða tónleikar menntskælinga í Hömrum.  Tónleikarnir eru liður í Sólrisuhátíð Menntaskólans á Ísafirði og samstarfsverkefni milli hans og Tónlistarskóla Ísafjarðar.  Er þetta í annað sinn sem slíkir tónleikar eru haldnir með þeim hætti.  Á efnisskránni leika nemendur á gítar, bassa, trommur, píanó og fiðlu, auk þess sem við fáum að heyra einsöng og kórsöng Skólakórsins, en hann samanstendur af nemendum á efri stigum Grunnskólans og nemendum í Menntaskólanum. Tónleikarnir hefjast kl. 18:00, aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur