Dagur Tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur víða um land laugardaginn 15. febrúar n.k. Tónlistarskóli Ísafjarðar heldur þrenna tónleika að því tilefni.
Laugardaginn 15. febrúar verða tónleikar í Ísafjarðarkirkju kl. 16:00 Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á yngstu nemendurna, en þau munu syngja ásamt hljómsveit, Þúsaldarljóð Sveinbjörns I. Baldvinssonar og Tryggva M. Baldvinssonar. Verkið var samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Kramhússins og var frumflutt á Menningarnótt árið 2000. Auk þess verða lúðrasveitir, gítarsveit og aðrir samspilshópar á dagskránni.
Miðvikudaginn 19. febrúar verða tvennir tónleikar í Hömrum með blönduðu efni annars vegar kl. 18:00 og hins vegar kl. 19:30.
Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana.