Tónlistarskóli Ísafjarðar hefur um langt árabil geta státað af ungum, efnilegum nemendum jafnt innanlands sem utan. Mikolaj Ólafur Frach, 13 ára píanónemandi við skólann, hefur þrátt fyrir ungan aldur getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Á s.l. hausti hélt hann píanótónleika í Hömrum fyrir fullum sal og hlaut einróma lof fyrir. Hann vann sér rétt til þátttöku í alþjóðlegri píanókeppni í Görlitz í Þýskalandi sem fram fór dagana 10.-12. janúar. s.l. Þátttakendur voru alls 120 frá Póllandi, Þýskalandi, Rússlandi og Úkraínu auk Mikolaj frá Íslandi. Hann lék verk eftir J.S. Bach, L.v. Beethoven og F. Chopin. Mikolaj hlaut viðurkenningu og verðlaun fyrir 3. sæti í sínum aldursflokki.
Tónlistarskóli Ísafjarðar óskar Mikolaj og fjölskyldu hans til hamingju og óskar honum einnig áframhaldandi velfarnaðar á listabrautinni.