Í kvöld, miðvikudaginn 8. janúar kl. 20:50, verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins þáttur um Nótuna 2013. Það er uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins, sem fram fór í Hörpu síðastliðið vor. Tónlistarskólarnir eru um 90 talsins og þátttakendur af öllu landinu á mismunandi stigum tónlistarnáms. Í Eldborg ómaði tónlistin og veittar voru viðurkenningar og verðlaunagripir. Tónlistarskóli Ísafjarðar hreppti tvenn verðlaun og verður það að teljast mjög góður árangur. Píanósveit nemenda Beötu Joó og Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur hlutu þar verðskuldaðar viðurkenningar. Hvetjum við alla til að setjast við skjáinn og njóta. Gleðilegt nýtt ár !