Nú eru 1. árs tónlistarnemar Listaháskóla Íslands komnir í sína árlegu haustheimsókn til Ísafjarðar. Þau eru hér á 5 daga námskeiði í skapandi tónlistarmiðlun undir handleiðslu Sigurðar Halldórssonar og Jóns Gunnars Biering Margeirssonar. Þau bjóða nú sem fyrr nemendum Tónlistarskóla Ísafjarðar og Menntaskólans að taka þátt í námskeiðinu kl. 15.00 þriðjudaginn 1.okt. og miðvikudaginn 2. Okt. Það er alltaf gaman að taka á móti þessum frjóa og skemmtilega hópi og gott fyrir nemendur okkar að taka þátt og kynnast ungu fólki sem hefur ákveðið að feta tónlistarbrautina. Þau bjóða öllum á tónleika í Hömrum miðvikudagskvöldið 2. Október kl. 20.00. Þau munu líka setja lit sinn á bæinn og verða með kvöldvökur á Húsinu þriðjudags og miðvikudagskvöld með tónlistaruppákomur. Við hér í Tónlistarskólanum bjóðum þau hjartanlega velkomin.