Sólveig Anna Jónsdóttir 21.05.1959-
Sólveig Anna er fædd á Akureyri. Hún hóf píanónám hjá Ragnari H. Ragnar á Ísafirði en nam einnig við Tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík og framhaldsnám stundaði hún hjá Nancy Weems við háskólann í Houston í Texas. Sólveig Anna hefur lengst af haft píanókennslu og meðleik með nemendum að aðalstarfi, en gegnir nú stöðu aðstoðarskólastjóra Tónlistarskóla Garðabæjar.
Meðfram kennslu hefur Sólveig Anna tekið virkan þátt í tónlistarlífinu, haldið fjölda tónleika hérlendis og erlendis sem meðleikari einsöngvara og kóra, leikið kammertónlist af ýmsu tagi og tekið þátt í flutningi verka með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
– – – – –
Solveig Anna studied the piano at the Music Schools of Isafjordur and Akureyri, the Reykjavik College of Music and the University of Houston in Texas.
Among her teachers were Ragnar H. Ragnar, Philip Jenkins, Halldór Haraldsson and Nancy Weems. Sólveig Anna has an extensive experience as a piano teacher and an accompanist, and is currently the assistant principal of the Garðabær Music School. Sólveig Anna has worked with solo singers and choirs, soloists and chamber orchestras and performed in Iceland and abroad.