Selvadore Rähni, klarinettuleikari, tónskáld o.fl.

3. mars 2015 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Kunnasti klarinettleikari Eistlendinga, Selvadore Rähni,  stundaði nám í klarinettleik  hjá ýmsum kennurum í Tallinn, Eistlandi og á árunum 1986-1991 var nemandi Rein Karin og Vahur Vurm við Tónlistarháskólann í Tallinn. Hann hélt klarinettnáminu áfram hjá Prof. Wolfgang Meyer við Tónlistarháskólann í Karlsruhe, Þýskalandi, og lauk þaðan doktorsprófi með hæstu einkunn vorið 2001. hann hefur einnig sótt tíma hjá ýmsum þekktum klarinettleikurum s.s. Alan Damiens, Miche Arrignon, Sabine Meyer og Rainer Wehle.  Á námsárunum hlaut Selvadore fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur og hljóðfæraleik.
Selvadore hefur starfað víða um heim, bæði sem einleikari og sem hljómsveitarleikari. Hann bjó í Japan í átta ár, 1997-2005,  og gegndi þá hinu eftirsótta starfi sem  1.klarinettleikari Sinfóníuhljómsveitar Kyoto-borgar. Hann hefur leikið einleik með mörgum þekktum hljómsveitum, s.s. Sinfóníuhljómsveit Berlínar, Sinfóníuhljómsveitar Kyoto-borgar og Pólsku kammersveitinni.  Hann hefur komið fram á tónleikum sem einleikari og í kammertónlist síðs vegar í Evrópu og Japan, m.a. á mörgum tónlistarhátíðum.
Selvadore hefur haldið master-class námskeið f. klarinettleikara m.a. við Tónlistarháskólann í Karlsruhe, í Tortosa á Spáni og í Kyoto, Japan. Þá hefur hann fengist talsvert við tónsmíðar og í fyrra kom út bók með píanólögum eftir hann.
Haustið 2005 fluttist Selvadore ásamt fjölskyldu sinni til Íslands og settust þau að á Laugum í Þingeyjarsýslu, þar sem hann var skólastjóri Tónlistarskólans í fimm ár. Hann starfar nú sem skólastjóri Tónlistarskólans í Bolungarvík.