Rúnar Þórisson, gítarleikari

4. mars 2015 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Rúnar Þórisson gítarkennari og aðstoðarskólastjóri lauk einleikara- og kennaraprófi í gítarleik frá Tónskóla Sigursveins D Kristinssonar árið 1989. Að því búnu stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik í Svíþjóð undir leiðsögn Görans Söllschers, Per-Olof Johnsons prófessors og Gunnars Spjuths lektors við Tónlistaháskólann í Malmö. Jafnframt stundaði Rúnar nám við tónvísindadeild Lundarháskóla og lauk þaðan phil.kand. prófi árið 1993. Hann hefur sem klassískur gítarleikari og rafgítarleikari leikið á fjölda tónleika og tónlistarhátíða s.s. á Myrkum músíkdögum, Iceland Airwaves og Listahátíð í Reykjavík, Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Nordischer Klang, norrænni menningarhátíð í Þýskalandi og með þverflautuleikaranum Pamelu De Sensi á tónlistarhátíð Ass. Accademia della Cultura á Suður-Ítalíu. Þá hefur hann leikið í útvarpi, sjónvarpi og inn á geisladiska m.a. með Kammersveit Reykjavíkur, gítardúettinum Duo de mano og sem rafgítarleikari með hljómsveitinni Grafik. Árið 2005 kom út sólódiskurinn Ósögð orð og ekkert meir, með lögum og textum eftir Rúnar. Hann hlaut starfsstyrk listamanna í Kópavogi árið 2007 og lauk meistaranámi í mennta- og menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst sama ár. Rúnar hefur starfað sem gítarkennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tónlistarskóla Grafarvogs og við Tónskólann Do Re Mi síðan 1994. Rúnar kenndi gítarleik við Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárin 1979-1981