Margrét Bóasdóttir, söngkona

4. mars 2015 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Margrét Bóasdóttir lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk konsertprófi í einsöng frá tónlistarháskólanum í Heidelberg-Mannheim í Þýskalandi og sérnámi í ljóða- og óratóríusöng frá tónlistarháskólanum í Stuttgart. Hún lauk MBA prófi frá Háskóla Íslands árið 2006.

Hún hefur víðtæka reynslu af kórstjórn, stjórn menningarviðburða og útgáfu kirkjutónlistar og hefur starfað um árabil innan þjóðkirkjunnar, m.a. hjá embætti söngmálastjóra við raddþjálfun kirkjukóra og endurmenntun kórstjóra. Hún hefur einnig kennt við Guðfræðideild Háskóla Íslands.

Nú starfar Margrét hjá Þjóðkirkjunni sem verkefnisstjóri kirkjutónlistar. sem 

Margrét starfaði sem kennari í söng og stjórnandi Barnakórs við Tónlistarskóla Ísafjarðar á árunum 1985-1988, síðari árin kenndi hún aðallega á námskeiðum. Hún stjórnaði einnig Sunnukórnum í einn vetur.  Margrét hefur margsinnis haldið  söngtónleika á Ísafirði og einnig námskeið.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is