Jónas Tómasson, tónskáld

20. mars 2009 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Jónas Tómasson stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík, m.a. hjá þeim Jóni Þórarinssyni og Þorkatli Sigurbjörnssyni, en hélt síðan til framhaldsnáms í Amsterdam þar sem hann sótti tíma hjá  Ton de Leeuw, Léon Orthel og Jos Kunst árin 1969-1972. Á þessum umbrotatímum hafði Amsterdam mikið aðdráttarafl fyrir unga listamenn frá öllum heimshornum, m.a. var þar miðstöð nokkurra framsækinna myndlistarmanna sem stofnuðu SÚM-hópinn. Jónas varð fljótt virkur SÚM-ari og konseptlistin, sem hópurinn aðhylltist, hafði mikil áhrif á list hans.
Jónas fluttist til Íslands árið 1973 og settist að á Ísafirði, þar sem hann hefur að mestu dvalið síðan. Þar hefur hann látið að sér kveða á ýmsum sviðum tónlistarlífsins, m.a. sem kennari í tónfræðigreinum og flautuleik, sem flautuleikari og kórstjóri og um áratuga skeið hefur hann haft umsjón með  tónleikahaldi  fyrir Tónlistarfélag Ísafjarðar.  Tónsmíðarnar hafa þó ævinlega átt hug hans allan og síðustu árin hefur hann helgað sig þeim eingöngu. 
Jónas er afar mikilvirkt tónskáld og eftir hann liggur fjöldi verka af ólíkum toga. Hann hefur samið fjölmörg hljómsveitarverk og á síðustu árum hefur hann m.a. samið átta Sinfóníettur þar sem hann kannar hljóðheim sinfóníuhljómsveitarinnar með mismunandi hljóðfæraskipan. Eftir hann liggja einnig nokkrir konsertar, m.a. fyrir orgel, víólu, píanó, tvö píanó og sinfóníuhljómsveit. Kórverk, ekki síst kirkjuleg, skipa stóran sess í tónverkasafni Jónasar, má þar nefna Missa Tibi Laus, Lúkasaróratóría, Missa brevis og Söngvar til jarðarinnar. Þá hefur hann samið fjöldann allan af kammerverkum fyrir ólíkar og oft frumlegar samsetningar hljóðfæra. Loks hefur Jónas samið fjölda einleiks- og einsöngsverka fyrir ýmis hljóðfæri oft að beiðni einstakra tónlistarmanna.
Verk Jónasar hafa verið flutt af mörgum fremstu tónlistarmönnum hér á landi, t.d.  hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands margsinnis flutt sinfónísk verk hans og konserta. Kammersveit Reykjavíkur, Caput-tónlistarhópurinn, kammerhópurinn Ýmir, Mótettukór Hallgrímskirkju, og fjölmargir aðrir minni tónlistarhópar hafa haft verk hans á efnisskránni og flutt þau víða um heim.
Upptökur hafa verið gerðar af fjölda verka Jónasar og mörg þeirra einnig komið út á geisladiskum. Íslensk tónverkamiðstöð gaf út Portrettdisk með tónlist hans og geisladiskurinn Dýrð Krists inniheldur samnefnt verk Jónasar fyrir orgel.

Jónas hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun listamanna og árið 2000 var hann útnefndur fyrsti bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar.l

 

In English:

Jónas Tómasson studied music at the Reykjavík Conservatory of Music, where his teachers in composition were Jón Þórarinsson and Þorkell Sigurbjörnsson.  He continued his studies at the Sweelinck Music Conservatory in Amsterdam where he took lessons with Ton de Leeuw, Léon Orthel og Jos Kunst and others during the years 1969-1972. At that time Amsterdam was especially attractive to young artists from all over the world, among them a group of very progressive visual artists who founded the conceptual art group SÚM. Jónas quickly became very active with the SÚM group and his music was deeply influenced by their ideology.

Jónas moved to Iceland in 1973 and settled in Ísafjörður where he has lived since.  He has been very active in many areas of the musical life there, as a teacher of flute and theoretical subjects at the Íaafjörður Music School, as a flute player and choir conductor, and for years he has supervised the concert activites for the Ísafjörður Music Society. Still, composing music has always been his main calling  and during the last years his sole occupation.

Jónas is a prolific composer and his works are very varied and diverse. He has written a number of symphonic works and in recent years he has written eight Sinfoniettas exploring the sound world of the symphonic orchestra with different instrumentations.  He has also written several concertos, e.g. for organ, viola, piano, two pianos and orchestra. Choral works, sacred and secular, are a large part of his compositional work such as Missa Tibi Laus, A Lucas Oratorio, Missa brevis og Songs to the Earth. Jónas has composed a great number of chamber works for diverse and often original combinations of instruments and many solo works for instruments or voice, often at the special requests of the artists.
Many of Iceland´s best musicians have performed Jónas´works during the years, e.g. has The Icelandic Symphony Orchestra performed many of his symphonic works and concertos. The Reykjavík Chamber orchestra, Caput, the chamber group Ýmir, The Motet Choir of Hallgrímskirkja and many smaller musical groups and soloists have had his works in their repertoire and performed them all over the wprld.
Many of his works have been recorded and played in the radio or appeared on various CDs. The Icelandic Music Centre released a Portrait CD solely with his music and the CD Dýrð Krists (The Glory of Christ) consists of his work of the same name for solo organ.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is