Jón S. Jónsson prófessor, píanóleikari, skólastjóri, tónskáld

13. júlí 2017 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Jón S. Jónsson (Jón Sigurðsson Jónsson) 17.06.1934 -04.09.2005
Jón Sigurðsson Jónsson þótti snemma efnilegur tónlistarmaður og hlaut 17 ára gamall verðlaun fyrir árangur í píanóleik og tónfræðum við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Í Reykjavík lærði Jón meðal annars hjá Árna Kristjánssyni og Jóni Þórarinssyni, samdi tónlist og stjórnaði kól. Haustið 1858 hélt Jón til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði nám við Northwestern háskólann í Illinois. Meistaragráðu lauk hann strax vorið 1958 og hóf þá doktorsnám. Jón hlaut verðlaun fyrir tónsmíðar sínar vestra.
Að námi loknu kemur Jón heim til Íslands, starfaðis sem tónlitargagnrýnandi, kórstjóri, tónskáld og frá 1963 sen fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs. 1965 flytur Jón aftur til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði sem háskólaprófessor upp frá því. Frá 1974 starfaði Jón við Eastern New Mexico háskólann í Bandaríkjunum og stýrði þar tónfræðadeild skólans uns til hann lét af stöfum 1997. Til marks um mikilsmetinn starfsferil var að Jón var gerður að heiðursprófessor við skólann (Professor Emeritus) og styrktarsjóður fyrir efnilega píanónema nefndur eftir honum (Jon S. Jonsson Memorial Piano Scholarship).
Ekki er vitað hvað Jón samdi mikið en á vefsíðu um Jón á Músík.is eru listuð þau verk sem fundist hafa heimildir um.

https://www.ismus.is/i/person/id-1005351


Sjá nánar á Músík.is