Ingvar er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hóf snemma nám við tónlistarskóla Ísafjarðar, Lauk þaðan 4. stigi í harmóníkuleik. Hann var mjög virkur í tónlistarlífinu á Ísafirði á menntaskólaárunu, ekki síst sem píanóleikari. Fór síðan í Tónlistarskóla FÍH og lauk þar 5. stigi á jazzpíanó.
Útskrifaðist úr Berklee College of Music í Boston árið 2015. Námið sem Ingvar stundaði i Bandaríkjunum nefnist: "Contemporary Writing and Production" og var aðallega bundið við útsetningar, lagasmíðar og tónlistarvinnslu.