Hulda Bragadóttir, organisti og aðstoðarskólastjóri

30. mars 2009 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Hulda Bragadóttir hóf nám í píanóleik við Tónlistarskóla Ísafjarðar níu ára gömul hjá Sigríði Ragnarsdóttir, en síðar í tíu ár hjá Ragnari H. Ragnar.  Eftir fjögurra ára nám við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar, lauk hún píanókennara- og einleikaraprófi.  Eftir tveggja ára píanókennslu við Tónlistarskólann á Akureyri, tók við mastersnám við Tónlistarháskólann í Cincinnati, Ohio í Bandaríkjunum. 

 

Hulda hefur sótt fjölmörg námskeið í píanóleik auk námskeiða í orgelleik og kórstjórnun í Skálholti á vegum Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar.  Hún  starfar nú sem organisti Ísafjarðar- og Hnífsdalssókna til 20 ára auk þess að starfa sem  meðleikari og aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is