Hólmfríður Sigurðardóttir, píanóleikari

4. mars 2015 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Hólmfríður Sigurðardóttir hóf píanónám sitt í Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem Ragnar H. Ragnar var aðalkennari hennar. Hún lærði síðan í Tónlistarháskólanum í München og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi.
Að námi loknu settist hún að í Reykjavík og hóf störf við kennslu og píanóleik. Hún fór fljótlega að leika með söngvurum og hefur það verið aðalstarf hennar síðan, sem meðleikari við Söngskólann í Reykjavík og með kórum og söngvurum á tónleikum hér heima og erlendis.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is