Hjörleifur Valsson, fiðluleikari

4. mars 2015 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Hjörleifur Valsson (f.1970) stundaði um árabil fiðlunám við Tónlistarskóla Ísafjarðar og voru kennarar hans þar m.a. Jakob Hallgrímsson og Hlíf Sigurjónsdóttir. Hann
lauk einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Osló árið 1993,þar sem aðalkennari hans var Eivind Aadland, en hlaut þá styrk frá  tékkneska ríkinu til náms við Prag-konservatóríið. Þar nam hann fiðluleik og kammertónlist í þrjú ár, auk þess að leika með ýmsum kammersveitum og hljómsveitum þar í borg. Hjörleifur lauk Dipl.Mus.gráðu frá Folkwang Hochschule í Essen sumarið 2000. Á námsárum sínum í Mið-Evrópu sótti hann námskeið hjá Grigorij Zhislin, Truls Mörk, Pierre Amoyal, Sergey Stadler, Pavel Gililov o.fl. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu, starfað með tónlistarmönnum á borð við Mstislav Rostropovitsj, Shlomo Mintz, Gilles Apap o.fl., samið, útsett og leikið tónlist fyrir leikhús og margoft tekið þátt í upptökum fyrir útvarp, sjónvarp, kvikmyndir  og hljómplötuútgáfur. Hjörleifur hefur verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi um margra ára skeið en er nú búsettur í Noregi.

 

Icelandic violinist Hjörleifur Valsson began playing the violin at a local music school in Húsavík and later Ísafjörður where his teacher was Hlíf Sigurjónsdóttir. In 1988, he moved to Norway and became a pupil of Eivind Aadland and Grigorij Zhislin at the Oslo Music Academy. Upon graduation in 1993 he received a grant from the Czech government to study at the Conservatory in Prague for three years. During his stay there he made frequent appearances and recitals with the Greek-Cypriot pianist Ourania Menelaou, became acquainted with East-European folk music and played in a Moravian folk music ensemble. He later studied at the Folkwang Hochschule in Essen, Germany, and received his Music Degree there in the summer of 2000. While on the Continent, Valsson visited master classes of artists including Pierre Amoyal, Sergej Stadler, Truls Mörk and Pavel Gililov,
and appeared in numerous concerts and recitals throughout Europe. Valsson is a versatile violinist with a highly personal and unique style. He has composed, performed and arranged music for theater, recorded for radio, television, movies and CD releases, and has collaborated with some of world’s leading musical personalities.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is