Arnþrúður stundaði flautunám við Tónlistarskóla Ísafjarðar á árunum 1995-2006 og var Jónas Tómasson aðalkennari hennar. Síðustu árin stundaði hún einnig nám á píanó hjá Elínu Jónsdóttur auk ýmissa tónfræðigreina. Arnþrúðar tók mjög virkan þátt í starfi skólans, lék í lúðrasveitum, hljómsveit og kom oft fram á tónleikum. Vorið 2006 hélt hún einleikstónleika við mjög góðar undirtektir í Hömrum með aðstoð Sigríðar Ragnarsdóttur píanóleikara.
Arnþrúður hóf nám við Listaháskólann haustið 2006 þar sem Martial Nardeau kenndi henni á flautu, en þar hefur hún einnig lagt sérstaka stund á tónlistarkennslu og -miðlun. Arnþrúður lauk B.A. gráðu frá Listaháskólanum í maí 2009 og hélt þá lokatónleika í Salnum ásamt Bjarna frímanni Bjarnasyni píanóleikara. Sumarið 2008 starfaði Arnþrúður með kammerhópnum Slyngur og kom hópurinn m.a. fram á tónleikum í Hömrum.
Arnþrúður kenndi við Tónlistarskóla Ísafjarðar meðan hún stundaði þar nám eða á árunum….?
Arnþrúður sneri sér að verkfræðinámi haustið 2009 og er nú í meistaranámi við háskólann í Árósum.
Hún hefur þó engan veginn snúið baki við tónlistinni, heldur flautleiknum alltaf við, og eitt aðaláhugasvið hennar í verkfræðinn, snýr einmitt að hljómburði eða akústík og þar kemur víðtæk tónlistþekking hennar sér vel.